|
Ég var að tala við manneskju hjá fagkynningum. Ég á að hitta hana á morgun. Fagkynningar er fólkið sem kynnir nýjar vörur í stórmörkuðum, þið vitið, smakk! Það er víst ágætlega borgað. Þá er ég komin með tvö hlutastörf. Ekki slæmt. Meira en margir geta sagt. Við erum að taka upp tónlistarmyndband fyrir kvikmyndaskólann. Vid Lingur leikum strák og stelpu sem ruglast á töskum því þær eru alveg eins og ég elti hann út um allar trissur til að reyna að koma lagi á ruglinginn. Þetta er tónlistarmyndband og lokaverkefni vinar Lings í Kvikmyndaskólanum.
Við fórum á Matrix reloaded á föstudaginn í LÚXUSSAL! Vá hvað hún var góð! Mæli með henni
skrifað af Runa Vala
kl: 14:06
|
|
|